spot_img
HomeFréttirLangt ferðalag bíður KR inga

Langt ferðalag bíður KR inga

8:19

{mosimage}

Núna á þessari stundu fer fram dráttur í Evrópukeppnum FIBA í Munchen. Íslendingar eiga einn fulltrúa þetta árið en KR tekur þátt í FIBA EuroCup. 38 lið eru skráð til leiks en rússneska liðið Vladivostok dró sig úr keppni þar sem liðinu var gert að leika heimaleiki sína í Moskvu. Þess má geta að Vladivostok er austast í Rússlandi, skammt frá Kóreu og Japan.

 

FIBA EuroCup fer þannig fram að fyrstu eru dregin 12 lið úr pottinum og mætast þau heima og að heiman. Þegar því er lokið eru 32 lið eftir sem eru dregin saman og leika heima og að heiman. Þegar svo 16 lið eru eftir verður dregið í 4 fjögurra liða riðla og komast 2 efstu liðin úr hverjum riðli í 8 liðaúrslit. 

Góður árangur íslenskra körfuboltaliða undanfarin ár virðist hafa hjálpað KR en þeir sleppa við fyrstu umferð undankeppninnar og komast beint í 32 liða úrslit.  

Liðunum hefur verið skipt í hópa og geta KR ingar dregist gegn tyrkneska liðinu Banvit BC, kýpverska liðinu Keravnos Nicosia, gríska liðinu Olympia Larissa eða tékkneska liðnu BK Prostejov. 

Það er því ljóst að KR inga bíður langt ferðalag en leikirnir fara fram 20. og 27. nóvember. 

Við munum færa ykkur fréttir um leið og þær berast en einnig er hægt að fylgjast með drættinum á heimasíðu FIBAEurope.

{mosimage} 

Banvit BC endaði í 7. sæti í tyrkensku deildinni í vetur og datt út í 8 liða úrslitum fyrir Efes Pilesen sem fór alla leið í úrslitin. Þetta er fjórða árið í röð sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni og árið 2005 varð liðið í fjórða sæti í EuroCup Challenge. 

{mosimage} 

Kervanos Nicosia varð í 3. sæti í kýpversku deildinni og tapaði í undanúrslitum fyrir verðandi meisturum í AEL. Liðið er margreynt í Evrópukeppnum og er þetta 14 tímabilið sem þeir taka þátt í slíkum keppnum á síðastliðnum 16 árum. 

{mosimage} 

Olympia Larissa er eflaust það nafn sem Íslendingar kannast best við en Teitur Örlygsson lék með liðinu einn vetur. Liðið varð í 7. sæti grísku deildarinnar í vetur og datt út í 8 liða úrslitum fyrir Aris. Þetta er þriðja tímabilið sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni. 

{mosimage} 

BK Prostejov lék til úrslita í tékknesku deildinni í vetur gegn Nyburk og tapaði 3-0 en liðið endaði í 3. sæti í deildinni. Þetta er þriðja árið í röð sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -