Derrick Allen fyrrum leikmaður Keflavíkur er svo sannarlega búin að koma ár sinni vel fyrir borð í þýsku "Búndeslígunni" Eftir að hafa leitt lið Bayer Leverkusen í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í langan tíma og um leið orðið stigahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur kappinn söðlað um og er nú kominn í raðir fyrrum meistara Frankfurt Skyliners. Vissulega frábær árangur hjá kappanum alveg hreint ótrúlegt að sjá hvernig ferill hans hefur rokið uppá við eftir dvölina hér á Íslandi. Allen sem er 26 ára skoraði um 17 stig að meðaltali síðustu leiktíð með Leverkusen ásamt því að hirða um 9 fráköst á leik.