23:10
{mosimage}
Körfubolti án landamæra hófst í París á mánudag en við Íslendingar eigum einn fulltrúa þar.
Þetta er í sjöunda skipti sem þessar búðir eru haldnar og vekja gjarnan mikla athygli.
Ægir Þór Steinarsson leikmaður með 16 ára landsliðinu er þátttakandi í búðunum. Ægir var í 16 ára landsliðinu sem varð Norðurlandameistari sl. vor og var hann einnig valinn besti leikmaður mótsins.
Margar NBA stjörnur taka þátt í þessum búðum ár hvert og á meðal þeirra sem taka þátt núna eru heimamennirnir, Tony Parker leikmaður San Antonio Spurs og Boris Diaw leikmaður Phoenix Suns.
Hægt er að lesa meira um þessar búðir hér
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson