spot_img
HomeFréttirÍR fær stóran Bosníumann

ÍR fær stóran Bosníumann

10:32

{mosimage}

ÍR-ingar eru búnir að fylla í skarðið sem Keith Vassell skildi eftir sig því liðið hefur samið við hinn 32 ára og 211 sm háa bosníska miðherja Nedzad Spahic. Spahic hefur leikið í Kósovó, Bosníu, Króatíu og Makedóníu á sínum ferli en reynir nú í fyrsta sinn fyrir sig utan Balkanskagans.

 

Síðasta vetur lék hann með BC Peje, og var hann með 20,1 stig í leik, 12,3 fráköst og 3,6 varin skot yfir   tímabilið. Spahic var þriðji stigahæstur í deildinni, annar í fráköstum og með flest varin skot og því ljóst að hann mun styrkja lið Breiðhyltinga mikið. Hann er annar Kósovinn sem spilar í deildinni en fyrir höfðu KR-ingar fengið til sín leikstjórnandann Samir Shaptahovic sem var með 21,4 stig og 7,7 stoðsendingar í sömu deild.

 

Fréttablaðið

 

Mynd: www.eurobasket.com

Fréttir
- Auglýsing -