spot_img
HomeFréttirReggie Miller til Boston Celtics ?

Reggie Miller til Boston Celtics ?

sHávær rómur er nú vestra hafs að hinn magnaða skytta Reggie Miller ætli sér jafnvel að taka skóna fram á ný og spila með Boston Celtics. Aðalkallinn í Boston, Danny Ainge hefur staðfest það að hann hefur bjallað og heyrt í Miller varðandi málið. Einnig staðfesti hann að Doc Rivers, þjálfari Boston hafi átt samræður við Miller um að hann hugsanlega myndi spila með Boston á næsta tímabili.

 

Ekki er fyrir vissu vitað með hlutverk Miller hjá Boston en kappinn er orðin 41 ára gamall (42 nú í ágúst) og líklega ekki í sínu besta formi. Miller sagðist í samtali vera stoltur af því að nafn hans komi upp þegar talað sé um að hjálpa liði til NBA titils. "Hinvegar starfa ég nú hjá TNT sjónvarpsstöðinni og er mjög ánægður í því starfi" sagði Miller ennfremur. AÐ sögn starfsfélaga hans hjá TNT þá er hann að ræða þessi mál þessa daganna við vini og fjölskyldu áður en hann tekur loka ákvörðun.

 

Donnie Walsh yfirmaður mála hjá Indiana Pacers sagðist hissa á því að Miller hefði ekki hringt í sig fyrst ef hann væri að hugsa um að spila aftur "Ég myndi alveg leggja pening á hann, ég er viss um að hann geti enn skotið boltanum" sagði Walsh í samtali.

 

Miller spilaði 18 tímabil í NBA og öll með Indiana Pacers. Treyja hans númer 31 hefur verið hýfð í rjáfur heimavallar liðsins honum til heiðurs. Hann skoraði á ferli sínum 14.8 stig að meðaltali í leik. Hann spilaði 1323 leiki og er í sjöunda sæti yfir flesta leiki spilaða í deildinni. Hann spilaði lengst allra með sama liði að undan skildum tveim leikmönnum (John Stockton og Karl Malone)

Fréttir
- Auglýsing -