spot_img
HomeFréttirKen Webb hlakkar til að þjálfa kappsama Íslendinga

Ken Webb hlakkar til að þjálfa kappsama Íslendinga

19:50

{mosimage}

Karfan.is náði tali fyrir nokkru af Kenneth Webb, nýjum þjálfara Skallagríms. Ken þessi var um tíma aðstoðarþjálfari Geoff Kotila núverandi þjálfara Snæfells og hefur síðustu 3 árin verið þjálfari Tromsö í Noregi.

Við byrjuðum á að spyrja hann hvernig honum litist á að taka við Skallagrím.

Allar mínar upplýsingar segja að þetta sé gott félag með öruggri stjórn sem vill sigra. 

Hvað veistu um íslenskan körfubolta?

Aðeins það sem ég hef séð þegar íslensk lið hafa komið til Danmerkur ásamt því sem ég hef lesið. Orðstýr íslenskra leikmanna er að þeir leggja hart að sér og kappsamir. Þetta eru tveir mikilvægustu eiginleikarnir sem ég vil að mitt lið innihaldi. 

Hefur þú komið til Íslands?

Ég hef komið sem ferðamaður til Íslands og konan mín á íslenska mömmu. 

Gaf Geoff Kotila þér einhverjar upplýsingar um Skallagrím áður en þú ákvaðst að semja við þá?

Geoff er góður vinur minn og ég hef unnið undir hans stjórn og ber gríðarlega virðingu fyrir honum sem þjálfara. Við töluðum saman minnst einu sinni í viku síðasta tímabil, á meðan ég var í Noregi. Hans skoðanir þýða mikið fyrir mig og ég er viss um að hann mun verða mér hjálplegur við að komast inn í íslenska boltann. Við þökkum Ken fyrir spjallið og óskum honum góðs gengis á nýjum vettvangi en von er á honum til Íslands nú 15. ágúst. 

[email protected] 

Mynd: www.tromsostorm.no

Fréttir
- Auglýsing -