spot_img
HomeFréttirRiley verður áfram með Heat

Riley verður áfram með Heat

13:40 

{mosimage}

 

(Pat Riley) 

 

Hinn 62 ára gamli Pat Riley hefur nú bundið enda á tæplega þriggja mánaða gamlar vangaveltur og hefur gefið það út að hann muni þjálfa lið Miami Heat í NBA deildinni næstu þrjú árin. Þá mun hann áfram sinna tvöfaldri skildu hjá félaginu, þ.e. að vera þjálfari og forseti Miami Heat.

 

Riley hætti þjálfun árið 2003 og snéri svo aftur inn í NBA deildina sem þjálfari árið 2005 þegar Stan Van Gundy hætti með Miami Heat í desember það árið. Heat var svo sópað út úr úrslitakeppninni á síðustu leiktíð af Chicago Bulls og var Riley ekki fáanlegur fyrr en í gær til þess að tjá sig um hvort hann yrði áfram með liðið.

 

,,Við vonum að á næstu þremur árum verðum við í baráttunni um titlinn á hverri einustu leiktíð. Að þessum tíma loknum verður staðan á liðinu endurmetin,” sagði Riley við fjölmiðla í gær.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -