spot_img
HomeFréttirBosh missir af FIBA Americas

Bosh missir af FIBA Americas

13:44 

{mosimage}

 

(Chris Bosh)

  

Framherjinn Chris Bosh, Toronto Raptors, mun missa af FIBA Americas mótinu sem hefst í næstu viku í Bandaríkjunum en hann yfirgaf æfingabúðir bandaríska landsliðsins í gær sökum meiðsla. Við brotthvarf Bosh eru 15 leikmenn eftir í bandaríska hópnum.

 

Þrátt fyrir meiðslin mun Bosh áfram vera með liðinu og skráður í hópinn og því gjaldgengur á Ólympíuleikna á næsta ári ef Bandaríkjamenn geta unnið sér inn sæti á leikunum á mótinu í næstu viku.

 

,,Þetta er mjög erfitt fyrir mig en ég verð að gæta fyllsta öryggis samkvæmt læknum sem litu á mig. Læknarnir segja að ef ég haldi áfram að æfa með landsliðinu gætu meiðslin þróast til verri vegar svo það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Mér finnst ég engu að síður enn vera hluti af liðinu og verð áfram með strákunum til að sýna þeim stuðning minn og að mér sé virkilega umhugað um að þetta lið nái árangri,” sagði Bosh við fjölmiðla í gær.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -