spot_img
HomeFréttirFriðrik: Verðum að halda út og gera færri mistök

Friðrik: Verðum að halda út og gera færri mistök

14:20 

{mosimage}

 

(Friðrik Ingi þegar hann var við stjórnvölin hjá Grindvíkingum) 

 

Finnar eru ósigraðir í C-riðli í Evrópukeppni B-þjóða það sem af er riðlakeppninni. Á laugardaginn kemur mætir íslenska karlalandsliðið Finnum í fyrsta leik sínum í síðari umferðinni í riðlakeppninni. Íslenska liðið var grátlega nærri því að landa sigri gegn Finnum í Laugardalshöll á síðasta ári en Finnar reyndust sterkari á lokasprettinum og höfðu seiglusigur. Friðrik Ingi Rúnarsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, telur að íslenska liðið verði að spila góða varnarleik í Finnlandi um helgina og fyrst og fremst hafa trú á verkefninu.

 

Við hverju býst þú frá Finnum í þeirra leik á laugardag? 

Þeir hafa verið að spila marga æfingaleiki í sumar og bakverðir þeirra hafa verið mjög áberandi. Mottola er meiddur og ólílklegt að hann verði með og því enn meiri ástæða til að ætla að bakverðir þeirra verði í aðalhlutverki. Teemu Rannikko er frábær og sýndi það m.a. í Laugardalshöllinni þegar á þurfti að halda. Hann er að spila sem aðalleikstjórnandi í toppdeildum í Evrópu og kann þetta allt. Peteri Kopponen er nýja stjarnan þeirra en hann var valinn í nýliðavali NBA deildarinnar í sumar. Það eru miklar vonir bundnar við hann á komandi árum. Ég á von á því að þeir vilji keyra upp hraðann.

 

Hvað ber helst að varast gegn þeim á heimavelli? 

Finnar eru mjög sterkir á sínum heimavelli. Við þurfum að spila góða og massíva vörn og  halda þeim frá því að skora auðveldar körfur. Ef við stöndum vaktina vel í varnarleiknum þá hef ég fulla trú á því að við náum góðum úrslitum.

 

Finnar eru ósigraðir í riðlinum en eru þeir ósigrandi?

Þeir er það alls ekki, en við þurfum að spila mjög góðan leik til að vinna. Fyrst og fremst þarf að hafa trú á því og spila samkvæmt því.

 

Hvaða íslenska leikmann munu Finnarnir verða í mestum vandræðum með?

Ég tel að með réttu hugarfari þá verði Finnarnir í vandræðum með allt liðið okkar.

 

Við vorum grátlega nærri sigri hér heima gegn Finnum, hvað fór úrskeiðis í þeim leik og hvað þarf að laga frá þeim leik fyrir laugardaginn?

Hugsanlega trú á því að við gætum klárað dæmið. Það var mjög sárt að tapa þeim leik. Að mínu mati var liðið að leika mjög vel í fyrri hálfleik en það er bara ekki nóg. Vandamál íslenskra liða í gegnum tíðina hefur oft verið að halda ekki út ásamt því að við gerum fleiri mistök en andstæðingarnir í lok leikja. Annað nærtækt dæmi er frá Evrópukeppni félagsliða sl. vetur þar sem Njarðvík var með unninn leik gegn Evrópumeisturum Samara frá Rússlandi en sá leikur tapaðist á lokasprettinum.

 

Staðan í Evrópukeppni B-þjóða

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -