spot_img
HomeFréttirKeppni hafin í C riðli B deildar

Keppni hafin í C riðli B deildar

20:45

{mosimage}

Keppni er nú hafin að nýju B deild Evrópukeppninnar. Fyrri umferð keppninnar fór fram fyrir ári síðan og nú í september mun koma í ljós hvaða tvö lið vinna sér rétt í A deildinni að ári.

Eins og kunnugt er leikur Ísland í C riðli ásamt Finnum, Georgíumönnum, Austurríkismönnum og Lúxemborgurum.  

Fyrsta umferð haustsins fór fram í gær og sigraði Georgía Lúxemborg á útivelli 88-60 og var Zaza Pachulia stigahæstur ásamt Manuchar Markoishvili með 16 stig. Fyrir Lúxemborg skoraði Martin Rajniak 19 stig. 

Í hinum leik riðilsins héldu Finnar sigurgöngu sinni áfram og eru ósigraðir eftir 87-63 sigur á Austurríki í Austurríki. Teemu Rannikko var stigahæstur Finna með 29 stig en Benjamin Ortner var stigahæstur Austurríkismanna með 15 stig. 

Finnar hafa því unnið alla 5 leiki sína í riðlinum en Georgía kemur á hæla þeirra með 1 tap. 

[email protected] 

Mynd: www.fibaeurpoe.com

Fréttir
- Auglýsing -