spot_img
HomeFréttirEgill samdi við ADB Hellin á Spáni

Egill samdi við ADB Hellin á Spáni

14:00

{mosimage}

 

 (Egill í baráttunni um frákast við Ingvald Magna leikmann Snæfells)

 

Miðherjinn Egill Jónasson frá Njarðvík hefur gert eins árs samning við ADB Hellin á Spáni en Hellin leikur í EBA deildinni sem er neðsta atvinnumannadeildin í landinu. Egill mun á næstu dögum halda út til Spánar og hefja æfingar með liðinu. Hann mun því ekki leika með Njarðvíkingum í Iceland Express deildinni í vetur og því töluverð blóðtaka fyrir þá grænu. Frá þessu er greint á www.vf.is

 

,,Það er ekkert elsku mamma núna, nú fer maður í alvöru prógramm með það að markmiði að byggja mig upp og gera mig að betri leikmanni,” sagði Egill í samtali við Víkurfréttir. ,,EBA deildin hefst um miðjan september svo ég hef tæpar þrjár vikur til að æfa með liðinu áður en deildarkeppnin hefst,” sagði Egill sem gerði 6 stig að meðaltali í leik með Njarðvíkingum á síðustu leiktíð.

 

Egill er með ákvæði í samningi sínum þess efnis að ef stærri klúbbur á Spáni hefur hug á því að fá hann til liðs við sig sé honum frjálst að gera þann samning ef svo ber undir. ,,Teitur þjálfari tók vel í þetta og var ánægður fyrir mína hönd,” sagði Egill og forsvarsmenn Njarðvíkinga höfðu vitað af því um nokkra hríð að Egill vildi út og voru honum innan handar í samningaþófinu.

 

www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -