spot_img
HomeFréttirSögulegur áfangi

Sögulegur áfangi

16:00 

{mosimage}

 

 

 (Hannes Jónsson)

 

Á morgun laugardag mun karlalandsliðið okkar mæta frændum okkar Finnum í B-deild Evrópukeppninar, en leikurinn fer að þessu sinni fram í Finnlandi. Löndin hafa mæst oft áður í landsleik en það sem gerir þennan leik óvenjulegan er að í fyrsta sinn er sjónvarpað beint frá landsleik í körfuknattleik af erlendri grundu.  

Það er ánægjuefni fyrir okkur körfuboltamenn sem og landsmenn alla að RÚV mun sýna alla heimaleiki landsliðanna, sem fram fara í lok ágúst og byrjun september. Karlaleikirnir fara fram miðvikudagana 29. ágúst og 5. september og verða þeir sýndir fljótlega eftir að þeim lýkur eða kl. 23:25. Leikur kvennaliðsins við Hollendinga verður sýndur beint frá Ásvöllum laugardaginn 1. september kl. 16:00. Eins og leikur karlalandsliðsins við Finnland er sá leikur ekkert merkilegri en hver annar landsleikur, nema ef vera kynni fyrir þá staðreynd að þetta verður í fyrsta sinn þar sem íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er sýnt beint í sjónvarpi.

Fjöldi sjónvarpsútsendinga frá landsliðum okkar á einu hausti hefur aldrei verið meiri og er það í takt við þann aukna áhuga sem er á körfuboltanum hér landi. Ágúst og september eru tími A-landsleikjanna á vegum FIBA Europe og eini tíminn því fyrir okkur körfuboltaáhugamenn að sjá A-landslið karla og kvenna spila.

Vissulega myndum við vilja hafa leikina dreifðari yfir árið og vonandi kemur sá tími að keppnisfyrirkomula g FIBA Europe breytist til batnaðar.  Landsliðsmálefni KKÍ hafa verið í brennidepli í sumar. KKÍ þurfti að draga úr landsliðsstarfi sínu þar sem fjármagn sambandsins var af skornum skammti . Það er því gleðiefni að segja frá því að verið er að ganga frá samningi við nýjan samstarfsaðila KKÍ sem koma mun að landsliðsstarfi sambandsins og verður sá samingur kynntur í byrjun næstu viku.

Það eru því bjartir tímar framundan í íslenskum körfuknattleik. Ég hvet alla landsmenn að stilla á RÚV á morgun, laugardag, kl. 15:00 og sjá skemmtilegan landsleik í körfubolta, í fyrsta sinn beint frá útlöndum. 

Hannes S.Jónsson 

Formaður KKÍ

 

Tekið af vef KKÍ, www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -