15:17
{mosimage}
Brenton er stighæstur í hálfleik
Leikur Íslands og Finnlands í C riðli B deildar Evrópukeppninar er nú hafinn og hafa finnsku heimamennirnir byrjað betur og komstu í 13-2.
Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jakobi Sigurðarsyni, Brenton Birmingham, Loga Gunnarssyni, Páli Axeli Vilbergssyni og Friðriki Stefánssyni.
Nú er kominn hálfleikur og leiða Finnar 44-32. Brenton Birmingham hefur skorað mest fyrir íslenska liðið eða 9 stig og Páll Axel Vilbergsson hefur skorað 8 stig, þá hefur Helgi Már Magnússon skorað 6. Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson eru með 3 stoðsendingar hvor.
Fyrir þá sem ekki geta fylgst með leiknum í sjónvarpi þá er hægt að fylgjast með á heimasíðu FIBAEurope.
Mynd: Stefán Borgþórsson