21:24
{mosimage}
(Leikmenn íslenska liðsins fagna innilega eftir sigurinn í kvöld)
Jakob Örn Sigurðarson tryggði Íslandi 76-75 sigur gegn Georgíumönnum með ævintýralegri þriggja stiga flautukörfu í Laugardalshöll í kvöld. Fannar Ólafsson blakaði boltanum út úr teignum að loknu vítaskoti Loga Gunnarssonar þegar örfáar sekúndur lifðu leiks. Logi skutlaði sér á eftir boltanum frá Fannari, náði að koma honum til Jakobs sem lét lokaskotið vaða í stöðunnni 73-75 Georgíu í vil. Boltinn fór í spjaldið og ofan í og allt ætlaði um koll að keyra í Laugardalshöll og 76-75 sigur Íslands í höfn.
Með sigrinum í kvöld hafa Íslendingar nánast slökkt í vonum Georgíumanna um að komast í hóp A-þjóða í Evrópuboltanum þar sem Finnar voru ósigraðir fyrir þessa umferð.
Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig, næstur honum var Jakob Örn Sigurðarson með 16 stig og Brenton Birmingham gerði 13 stig. Páll nokkur Axel Vilbergsson var frákastahæsti leikmaður kvöldsins með 15 fráköst og barðist hann eins og ljón allan leikinn.
Nánar verður greint frá leiknum síðar…