21:30
{mosimage}
Fjölnismaðurinn Árni Ragnarsson hefur ákveðið að söðla um næsta vetur og leika með liði FSu í 1. deildinni. Árni sem er uppalinn Fjölnismaður hóf ferilinn í Úrvalsdeild árið 2004 en skipti yfir í FSu árið eftir og lék með þeim í 1. deildinni þar sem hann skoraði 18,5 stig að meðaltali í leik.
fSíðastliðinn vetur hélt hann svo aftur heim og lék með Fjölni í Iceland Express deildinni þar sem hann lék 18 leiki og skoraði 11,2 stig að meðaltali.
Árni fór í æfingabúðir í Bandaríkjunum í haust þar sem hann stóð sig vel eins og greint var frá á karfan.is, þá hefur verið sett saman myndband sem sýnir tilþrif hans þar.
Karfan.is náði tali af Árna og spurði hvers vegna hann væri að fara í FSu.
Ég ákveð að fara í FSu þar sem ég veit að það er rétti staðurinn fyrir mig, sérstaklega á meðan ég er enn ungur og er að hugsa um að bæta mig sem mest.Aðstaða til körfuknattleiksæfinga, lyftinga og þjálfun er framúrskarandi á Selfossi, sem og aðgengi að íþróttahúsinu. Ég mun sakna þess að spila í Úrvalsdeildinni með strákunum úr Fjölni og undir stjórn Bárðar sem er einnig frábær þjálfari, en ég tel þetta vera það rétta fyrir mig að gera næsta vetur
Nú stóðstu þig vel í æfingabúðum í Bandaríkjunum, komu engin álitleg tilboð?
Ég fékk nokkur góð tilboð frá skólum í Bandaríkjunum, en þeir skólar sem mig langar allra mest í vildu að ég myndi bæta SAT scorið mitt, ég ákvað því að vera heima í vetur þar sem það er góður möguleiki að ég komist í þá að ári liðnu.
Mynd: www.colonnadecamps.com