13:23
{mosimage}
(Marlous Niewveen miðherji hollenska liðsins)
Það eru margir sterkir leikmenn í Hollenska liðinu sem mætir því íslenska á Ásvöllum á morgun kl. 16:00. Í liðinu er m.a. fyrrverandi leikmaður með WNBA-liðinu L.A. Sparks. Hollenska liðið teflir fram nokkrum stórum leikmönnum og verður áhugavert að sjá þær íslensku kljást við þær á morgun.
Nánari umfjöllun um hollenska liðið:
Marlous Nieuwveen193 sm og 27 ára miðherji sem hefur spilað á Ítalíu tvö síðustu tímabil en var þar á undan með Los Angeles Sparks í WNBA-deildinni. Var með 9,3 stig og 7,8 fráköst á 26,3 mínútum með Virtus Viterbo í ítölsku deildinni á síðasta tímabili og 9,3 stig og 7,0 fráköst á 24,0 mínútum með Phard Napoli tímabilið á undan. Lék ekki með hollenska liðinu síðasta haust. Var fjögur ár í Valparaiso-háskólanum í USA þar sem hún var með 10,4 stig og 5,6 fráköst að meðaltali í 117 leikjum.
Laura Kooij (Byrjaði í fyrra)183 sm og 25 ára bakvörður sem skoraði 19 stig og setti niður fjóra þrista í leiknum í Rotterdam í fyrra. Er stigahæsti leikmaður liðsins í keppninni til þessa með 15,3 stig í leik. Lék með Renes Binnenland í fyrra en hefur skipt aftur yfir í Den Helder sem var hennar uppeldisfélag.
Tanya Bröring (Byrjaði í fyrra)177 sm og 23 ára bakvörður sem skoraði 10 stig í leiknum í Rotterdam í fyrra. Hefur skorað 9,3 stig og hitt úr 36% þriggja stiga skota sinna (14/5) í keppninni til þessa. Var í stóru hlutverki hjá ProBuild Lions Landslake sem varð hollenskur meistari í fyrra. Hún var þá með 13,7 stig í leik, hitti úr 39% þriggja stiga skota sinna, gaf 3,8 stoðsendingar og stal 3,3 boltum í leik.
Rinske van Schooneveld (Byrjaði í fyrra)179 sm og 28 ára framherji sem tók 11 sóknafráköst (14 alls), stal 4 boltum og skoraði 9 stig í leiknum í Rotterdam í fyrra. Tók aðeins 6 skot og hitti úr 4 þeirra. Í hinum tveimur leikjunum skoraði hún aðeins samtals 4 stig og tók 7 fráköst. Leikur með BV Lely sem endaði í 8. sæti í hollensku deildinni.
Marloes Roetgerink (Byrjaði í fyrra)188 sm og 30 ára miðherji sem var með 10 stig og 4 fráköst í Rotterdam í fyrra. Er me 8,7 stig og 5,0 fráköst að meðaltali í keppninni. Fékk 5 villur í fyrri leiknum en spilaði samt í 22 mínútur. Leikur með Den Helder sem komst í lokaúrslitin en var ekki með liðinu árið á undan þegar það varð meistari.
Anouk Biesters181 sm og 21 árs framherji sem var með 2 stig, 2 stolna bolta og 5 fráköst á 14 mínútur í Rotterdam í fyrra. Hefur leikið vel með liðinu í æfingaleikjunum og var með 10,4 stig 4,5 fráköst og 2,0 stolna bolta með ProBuild Lions Landslake sem varð hollenskur meistari á síðasta tímabili. Var með 9,1 stig og 5,4 fráköst að meðaltali með hollenska 20 árs liðinu í b-deild Evrópukeppninnar 2006.
Linda Appers184 sm og 22 ára miðherji sem tók 3 fráköst á 7 mínútum í Rotterdam í fyrra. Spilaði bara í 23 mínútur samtals í leikjunum þremur í fyrrahaust.
Zaïrah Hooijdonck179 sm og 24 ára bakvörður/framherji sem spilaði ekki í fyrri hlutanum.
Kim Hartman174 sm og 21 árs leikstjórnandi sem spilaði ekki í fyrri hlutanum. Leikmaður með Den Helder. Var með 4,3 stig að meðaltali með hollenska 20 árs liðinu í b-deild Evrópukeppninnar 2006.
Francis Donders168 sm og 18 ára bakvörður sem spilaði ekki í fyrri hlutanum. Leikmaður með Den Helder.
Tahnee Vogelsang183 sm og 22 ára framherji/miðherji sem spilaði ekki í fyrri hlutanum.
Emmelie Geraedts190 sm og 22 ára framherji sem spilaði ekki í fyrri hlutanum. Var í California-skóla í háskóladeildinni í Bandaríkjunum þar sem að hún var aðeins með 1,5 stig og 0,6 fráköst að meðaltali á fjórum árum.
Þessir eru ekki með:Liðið vantar bæði Leonie Kooj (187 sm og 21 árs framherja, var 17/1 í skotum í fyrri leiknum, 4 stig og 11 fráköst – Var með 12,3 stig og 8,3 fráköst í leik í keppninni) og Naomi Halman (190 sm og 21 árs miðherji, lék ekki í fyrra) sem eru báðar meiddar. Þá vantar liðið einnig Rebeccu Maessen (178 sm og 23 ára leikstjórnanda) sem spilaði bara í 6 mínútur gegn Íslandi í fyrra en er með 6 stig að meðaltali í leik í keppninni. Maessen er farin út í UC Irvine skólann í USA.