spot_img
HomeFréttirÍsrael á EM og Svíar og Danir í B deild

Ísrael á EM og Svíar og Danir í B deild

20:39

{mosimage}

Yotam Halperin var stigahæstur Ísraela í kvöld með 26 stig 

 

 

Ísraelsmenn tryggðu sér í kvöld sæti í lokakeppni EM sem hefst á Spáni nú á mánudag. Þeir léku í undankeppni ásamt Makedónum og Bosníumönnum og sigruðu báða leikina. Í kvöld voru það Makedónar sem lágu í valnum 92-87. Þeir leika því í riðli með Serbum, Rússum og Grikkjum í næstu viku.

Þetta er annað skiptið í röð sem Ísraelar komast inn á EM nokkrum dögum fyrir mót en árið 2005 tryggðu þeir sér laust sæti á sama hátt fyrir EM í Serbíu. 

Frændur okkar Svíar og Danir voru einnig að keppa á Spáni, við Ungverja um hvert þessara þriggja liða næði að bjarga sér frá falli í B deild að ári. Því miður fyrir frændur okkar voru það Ungverjar sem stóðu uppi sem sigurvegarar svo Ísland gæti dregist gegn Svíþjóð og/eða Danmörku að ári. 

[email protected] 

Mynd: www.fibaeurope.com 

Fréttir
- Auglýsing -