spot_img
HomeFréttir?Hugarfarið skiptir öllu máli fyrir okkur"

?Hugarfarið skiptir öllu máli fyrir okkur”

8:00

{mosimage}

ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik karla er komið til Lúxemborgar, þar sem bíður þeirra leikur   gegn heimamönnum í B-deild Evrópumóts landsliða í dag. Íslendingar fara með gott veganesti í  leikinn en þeir lögðu sterkt lið Georgíu með eftirminnilegum hætti í vikunni.

 

 

Sigurður Ingimundarson þjálfari liðsins er jarðbundinn maður og segir hugarfarið hjá íslenska liðinu vera aðalatriðið: ,,Það nægir okkur ekki að hafa spilað vel í vikunni, við þurfum að spila vel á morgun (í dag) einnig. Hugarfarið skiptir öllu máli fyrir okkur. Ef það er ekki í lagi erum við ekkert sérstakir, en þannig er það hjá flestum liðum. Ef hugarfarið er í lagi þá getum við ýmislegt eins og

við sýndum um daginn.“

 

Fannar Ólafsson er orðinn leikfær eftir að hafa brotið endajaxl í leiknum gegn Georgíu en Brenton Birmingham verður fjarverandi. Sigurður segir að ungir leikmenn muni fá tækifæri í hans fjarveru: ,,Þetta breytir ýmsu fyrir okkur. Nú reynir á ungu mennina sem fá að spila meira í þessum leik en hingað til. Þetta er ágætt tækifæri fyrir leikmenn eins og Kristin Jónasson, Brynjar Björnsson og Þorleif Ólafsson,“ sagði Sigurður sem á von á hörkuleik. Lúxemborgarar hafa tapað öllum sínum leikjum og Sigurður reiknar með að þeir muni gera allt til þess að koma í veg fyrir að þeir fari án sigurs í gegnum riðilinn.

 

Morgunblaðið

 

Mynd: www.karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -