spot_img
HomeFréttirHolland of stór biti

Holland of stór biti

18:22


{mosimage} 

Ísland beið ósigur gegn Hollandi þegar liðin mættust á Ásvöllum í B-deild Evrópukeppni landsliða.
Fyrir leikinn var vitað að Ísland yrði að vinna til þess að eiga séns á því að komast í A-deild og því þurfti allt að ganga upp hjá hjá stelpunum. Það gekk ekki eftir og endaði leikurinn með 21 stiga sigri Hollands, 52-73.

Leikurinn fór hægt af stað og áttu bæði lið í miklum vandræðum með að koma knettinum ofan í körfuna. Holland átti þó mun betri byrjun en Ísland og komst í 0-7. Ísland minnkaði muninn og átti ágætis spretti sér í lagi þegar að Svava Stefánsdóttir setti niður þriggja stiga skot í stöðunni 6-14 og minnkaði muninn í 5 stig 9-14. Holland náði þó ávallt að halda Íslandi aðeins frá sér og munaði mikið um þær 193 cm. Marlous Nieuwveen sem tók alls 11 fráköst og skoraði 13 stig og Marloes Roetgerink sem tók 12 fráköst og skoraði 18 stig. Þessar tvær voru töluvert hærri en leikmenn íslenska liðsins og tóku mikið pláss í teignum. Munurinn orðinn 10 stig þegar leikhlutanum lauk, 11-21, Hollandi í vil.

{mosimage}

Annar leikhlut var svipaður þeim fyrsta mikil barátta einkenndi varnir beggja liða og áttu leikmenn erfitt með að komast að körfu andstæðingsins. Laura Kooji (20 stig) var drjúg fyrir Holland á meðan leikmenn Íslands voru jafngóðir. Þó sýndi Margrét Kara Sturludóttir (2 stig, 6 fráköst) fína spretti. Ekki var mikið skorað í leikhlutanum þó svo að Holland hafi náð að auka mun sinn enn meira og staðan 20-36 í hálfleik.

Ísland vaknaði aðeins til lífsins í 3. leikhluta og náði að saxa á forskot hollenska liðsins. Helena Sverrisdóttir (12 stig 4 stoðs.) stríddi aðeins hollensku vörninni en framan af hafði lítið sést til hennar. Ísland minnkaði muninn en þó aldrei það mikið til að skapa einhverja hættu. 36-49 eftir þriðja.

Þegar um 5 mín. voru eftir af 4. leikhluta var ljóst að Ísland myndi aldrei ná Hollandi og voru þjálfarar beggja liða farnir að skipta minni spámönnum inn á. Hildur Sigurðardóttir var drjúg í leikhlutanum og hélt þeim litla vonarneista á lífi í íslenska liðinu en það verður að segja að því gekk hreint út sagt ekki vel í þessum leik.Lokatölur urðu þær að Holland fór með öruggan sigur af hendi 52-73 og situr sem fastast á toppi riðilsins með 8 stig á meðan Ísland heldur þriðja sæti með 5 stig. Stigahæst í liði Íslands var Helena Sverrisdóttir með 12 stig en fast á hæla hennar kom Hildur Sigurðardóttir með 11 stig. Hjá Hollandi var Laura Kooij með 20 stig, Marloes Roetgerink með 18 og Marlous Nieuwveen með 13.

Myndi: [email protected]

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -