spot_img
HomeFréttirStigavörður og vítakast?

Stigavörður og vítakast?

20:24

{mosimage}

Menn eru misgóðir í íþróttahugtökum. Þeir sem þýða bíómyndir og sjónvarpsþætti þar sem íþróttir koma fyrir gera sig oft seka um óvönduð vinnubrögð. Í staðinn fyrir að stunda smá rannsóknarvinnu þá eru erlend íþróttahugtök oft þýdd beint.

 

 

 

Síðasta laugardagkvöld var þáttur (7th Heaven) á Skjáeinum, í honum mátti sjá nokkur atriði sem gerðust í kvennakörfuleik. Í einu atriðinu sagði einn leikmaðurinn við leikstjórnanda liðsins inn á vellinum: „…You are the point guard…” Þetta var þýtt sem: „…Þú ert stigavörðurinn…”

 

Síðasta miðvikudagskvöld innbyrti íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik mjög góðan sigur. Sá sigur byggðist á frábærum einstaklings- og liðsvarnarleik, góðri fráköstun og því að hafa tröllatrú á getu sinni. Í tíufréttum sjónvarps var sýnt og sagt frá leiknum og í eitt skipti þegar Ísland var að taka vítaskot, talaði sá sem lýsti leiknum um vítakast. En það hugtak tilheyrir annarri ágætri íþróttagrein og er ekki notað í körfu.

 

[email protected]

 

Mynd: www.nba.com

Fréttir
- Auglýsing -