spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaOrðið á götunni: Er Brynjar Þór Björnsson búinn að leggja skóna á...

Orðið á götunni: Er Brynjar Þór Björnsson búinn að leggja skóna á hilluna?

Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

  • Heyrst hefur að leikmaður KR Brynjar Þór Björnsson sé búinn að leggja skóna á hilluna fyrir fullt og allt

  • Þá hefur heyrst að fyrrum liðsfélagi hans hjá KR landsliðsmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson æfi með liðinu þessa dagana og að fari svo að hann verði á Íslandi verði hann líklega með þeim

  • Eftir gott gengi á Evrópumóti undir 18 ára er talið allt eins líklegt að hinn efnilegi Almar Orri Atlason úr KR fari út fyrir landsteinana fyrir komandi tímabil

  • Einnig hefur það heyrst að Frank Booker íhugi að ganga til liðs við KR fyrir komandi tímabil

  • Heyrst hefur að Grindavík haldi enn í vonina um að ná að semja við Jón Axel Guðmundsson fyrir komandi tímabil

  • Samkvæmt orðinu á götunni mun Grindavík einnig vera á eftir hinum eistneska Joonas Järveläinen sem lék með þeim tímabilið 2020-21

  • Grindavík eru einnig sagðir á eftir fyrrum leikmanni Vestra Marko Jurica

  • Fyrrum leikmaður Grindavíkur Bandaríkjamaðurinn EC Matthews er sagður hafa átt í viðræðum við Keflavík

  • Verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar á síðasta ári Kári Jónsson hjá Íslandsmeisturum Vals er sagður líklegur til þess að fylgja frænda sínum Hilmari Péturssyni til Pro A deildarinnar í Þýsklandi, þó er ekki talið líklegt að hann fari í sama lið

  • Leikmaður South Adelaide Panthers og íslenska landsliðsins Isabella Ósk Sigurðardóttir var sögð eftirsótt af mörgum liðum framan af sumri, en nú þykir líklegast hún semji við Íslandsmeistara Njarðvíkur eða Breiðablik fyrir komandi tímabil

  • Þá hefur heyrst að Rósa Björk Pétursdóttir úr Haukum sé á leiðinni til Breiðabliks

  • Fyrrum leikmaður Hauka í fyrstu deildinni, leikmaður South Adelaide Jeremy Smith er sterklega orðaður við Breiðablik

  • Þá hefur heyrst að leikmaður nýliða ÍR Sólrún Sæmundsdóttir sé líkleg til þess að leggja skóna á hilluna fyrir komandi tímabil

  • Fyrrum leikmaður Keflavíkur Reggie Dupree er orðaður við endurkomu aftur í boltann, annaðhvort til Keflavíkur eða Þrótt Vogum

  • Þá hefur heyrst að Guðmundur Auðunn Gunnarsson hafi yfirgefið Þrótt Vogum fyrir Leikni

  • Heyrst hefur að nýr leikmaður Hamars Benóný Svanur Siguðrsson verði mögulega ekki með liðinu á komandi tímabili og íhugi þess í stað heimkomu í ÍR

  • Þá hefur heyrst að ÍR sé á eftir fyrrum leikmanni Njarðvíkur hinum bandaríska Chaz Williams

  • Samkvæmt orðinu á götunni er Sindri á eftir fyrrum leikmanni Tindastóls og Hauka Flenard Whitfield

  • Einnig hefur heyrst að leikmaður Njarðvíkur Logi Gunnarsson sé ekki búinn að semja og íhugi valkosti sína vel fyrir komandi tímabil

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -