8:14
{mosimage}
Lið Þróttar úr Vogum hefur dregið sig úr Reykjanesmótinu sem hefst á fimmtudag. Mótsstjórn mótsins bauð því KR ingum að vera gestalið í mótinu og þáðu þeir boðið.
Þeir munu því leika með Keflavík, Breiðablik og Stjörnunni í riðli en hafa ekki rétt á að leika til úrslita. Því mun leikur um 7. sætið falla niður á sunnudeginum. Einnig er smávægileg breyting á leiktímum í Vogunum á fimmtudag.
Leikjaplanið lítur þá svona út núna.
Fimmtudagurinn 6. september
Spilað í Sandgerði
19:00 Grindavík – Haukar
20:45 Njarðvík – Reynir
Spilað í Vogum
18:30 Keflavík – Breiðablik
20:15 Stjarnan – KR
Föstudagur 7. september
Spilað í Njarðvík
19:00 Reynir – Grindavík
20:45 Haukar – Njarðvík
Spilað í Keflavík
19:00 KR – Keflavík
20:45 Breiðablik – Stjarnan
Laugardagur 8. september
Spilað í Grindavík
16:00 Grindavík – Njarðvík
17:45 Haukar – Reynir
Spilað í Garðabæ
16:00 Keflavík – Stjarnan
17:45 Breiðablik – KR
Sunnudagur 9. september
Spilað á Ásvöllum
15:45 A3 – B3
17:30 A2 – B2
19:15 A1 – B1