spot_img
HomeFréttirEM: Frakkar lögðu Þjóðverja

EM: Frakkar lögðu Þjóðverja

21:30

{mosimage}

Tony Parker er Frökkum mikilvægur 

Þrír leikir fóru fram í F riðli á Evrópumótinu á Spáni í dag. Lithára og Slóvenar eru enn taplausir og Frakkar unnu góðan sigur á Þjóðverjum sem þurfa nú að berjast við Ítali um að komast í átta liða úrslitin.

Frakkar höfðu betur í einvíginu við Þjóðverja 78-66 en Dirk Nowitzki skoraði meira en Tony Parker, 28 stig hjá Dirk en 23 hjá Tony. 

Litháar lögðu Ítali í jöfnum og spennandi leik þar sem Rimantas Kaukenas leikmaður Ítalíumeistara Montepaschi Siena var stigahæstur Litháa með 22 stig en Andrea Bargnani frá Toronto Raptors skoraði 15 stig fyrir Ítali. 

Að lokum héldu Slóvenar sigurgöngu sinni áfram og lögðu Tyrki 66-51 og skoraði Radoslav Nesterovic frá Tornto Raptors 13 stig fyrir Slóvena en Hidayet Turkoglu leikmaður Orlando Magic skroaði 17 fyrir Tyrkina.

[email protected]

 

Mynd: www.euroleague2007.org

 

Fréttir
- Auglýsing -