17:41
{mosimage}
Darrel Flake varð fyrir smávægilegu hnjaski í dag
Skallagrímur og Snæfell mættust öðru sinni á 3 dögum í æfingaleik í dag. Að þessu sinni fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum.
Það var talsverður haustbragur á leik liðanna í dag og hittni var fremur slök framan af. Jafnræði var á með liðunum í 1. leikhluta og skipust liðin á að leiða fyrstu 10 mínúturnar. Staðan eftir 1. leikhluta 16-16.
Í upphafi 2. leikhluta gekk ekkert upp í sóknarleik Borgnesinga og þeir skoruðu ekki körfu fyrr en 6 mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Hólmarar með Justin Shouse í broddi fylkingar gengu á lagið og komust yfir 16-28. Þessari forystu héldu þeir langt fram í 3. leikhluta á meðan ekkert gekk hjá Sköllunum. Borgnesingar reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en fátt gekk upp. Mest náðu Snæfellingar 23 stiga forskoti í uphafi 4.leikhluta. Borgnesingar náðu þó aðeins að klóra í bakkann í lokinn og lokatölur 66-79 Snæfell í vil.
Í liði Snæfells var Justin Shouse að spila vel bæði í sókn og vörn. Daninn Anders Katholm átti fína spretti, Jón Ólafur kom sterkur inn og Hlynur barðist eins og ljón að venju. Ungu strákarnir úr Hólminum fengu að spila mikið og stóðu allir sína plikt með sóma.
Það var skarð fyrir skildi í liði Skallagríms að Darrel Flake varð fyrir smávægilegu hnjaski snemma leiks og gat ekki beitt sér á fullu eftir það. Pétur var sprækastur í sóknarleik Skallanna og setti 5 þrista. Pálmi Þór átti einnig prýðis leik á köflum og skilaði sínu hlutverki vel. Óðinn átti fína innkomu og setti 8 stig á síðustu 5 mínútunum
Stig Skallagríms:
Pétur 19
Zeko 9
Óðinn G 8
Pálmi 8
Axel 6
Áskell Jónss 4
Hafþór 4
Flake 2
Stig Snæfells:
Shouse 19
Jón Ólafur 12
Siggi Þorvalds 7
Anders 7
Gunnlaugur 6
Atli Rafn 6
Sveinn Arnar 5
Hlynur 5
Guðni V 5
Daníel Kazmi 2
Árni Ásgeirs 2
Ragnar Gunnarsson
Mynd: [email protected]