14:04
{mosimage}
(Hannes Jónsson, formaður KKÍ,og Jóhann Guðjónsson frá Namo)
KKÍ og innflutningsfyrirtækið Namo ehf. gerðu með sér samstarfssamning á dögunum og munu landslið Íslands aðeins leika í Jako búningum frá Namo á næstu árum. Karla- og kvennalandsliðin hafa leikið í þessum búningum í haustleikjunum og hafa þeir mælst vel fyrir hjá leikmönnum sem segja þá mjög þægilega og svo líta þeir mjög vel út.
Samingurinn var undirritaður á landsleik Íslands og Hollands í B-deild Evróupkeppni kvenna sem var á Ásvöllum 1. september síðastliðinn.
myndir: [email protected]
{mosimage}
{mosimage}