spot_img
HomeFréttirEM: Úrslitin ráðast í E riðli í dag

EM: Úrslitin ráðast í E riðli í dag

9:57

{mosimage}

Juan Carlos Navarro hefur komið sterkur inn eftir meiðsli 

Milliriðli E á Evrópumótinu lýkur í dag með 3 leikjum og því kemur í ljós hvaða 2 þjóðir halda heim og hvaða 4 þjóðir komast í 8 liða úrslitin.

Fyrsti leikurinn er leikur Rússa og Króata. Rússar þurfa að sigra til að eiga von um að ná fyrsta sætinu af Spánverjum, tap þýðir líka að Króatar komast uppfyrir þá í 2. sætið. Leikurinn hefst kl 14:30. 

Klukkan 17:00 eigast við Grikkir og Portúgalir, Grikkir þurfa að passa 3. sætið en jafnframt gæti sigur Portúgala komið Portúgölum áfram í 8 liða úrslit á kostnað Grikkja. 

Síðasti leikurinn er svo leikur Spánverja og Ísraela klukkan 19:00. Með sigri tryggja Spánverjar sér efsta sætið en tap getur sent þá niður um einhver sæti. Ekki er hægt að vanmeta Ísrael sem sem sendi Serba heim og hafa einnig unni Króata. Þessi Evrópukeppni er þó orðin töluvert löng hjá þeim og lengri en hjá öðrum þar sem þeir komu úr undankeppni fyrir síðasta lausa sætið. Þeir léku sinn fyrsta alvöru leik í haust í byrjun ágúst og eru enn að. 

[email protected] 

Mynd: www.eurobasket2007.org

Fréttir
- Auglýsing -