spot_img
HomeFréttirEM: Spánverjar sigruðu í E riðli

EM: Spánverjar sigruðu í E riðli

21:12

{mosimage}

Jose Calderon hefur leikið vel fyrir Spánverja 

E riðli milliriðla Evrópumótsins lauk í dag og verða það Spánn, Rússland, Grikkland og Króatía sem komast í 8 liða úrslit sem hefjast á fimmtudag.

Fyrsti leikur dagsins var leikur Króata og Rússa þar sem Króatar byrjuðu betur en þegar leið á leikinn sýndi rússneski björninn klærnar og seig hægt og bítandi framúr og endaði með að sigra 83-70. Með sigrinum tryggði Rússland sér annað sætið í riðlinum. Andrei Kirilenko var með 20 stig fyrir Rússa auk þess að taka 8 fráköst en Davor Kus skoraði 17 fyrir Króata.

Í öðrum leik dagsins var reiknað með öruggum sigri Grikkja á Portúgölum en eftir fyrsta leikhluta leit út fyrir annað, Portúgalir leiddu með einu stigi. En á sögðu Grikkir, hingað og ekki lengra og unnu annan leikhlutann með 12 stigum og leikinn að lokum með 18 stigum, 85-67. Dimosthenis Ntikoudis var stigahæstur Grikkja með 17 stig auk þess að taka 9 fráköst en Joao Santos var stigahæstur Portúgala með 17 stig.

Í lokaleiknum tóku heimamenn á móti Ísraelum og reiknuðu allir með öruggum sigri Spánverja. Ísraelar voru þó ekki á því og voru um tíma 12 stigum yfir og leiddu með 1 í hálfleik en þar með var blaðran sprungin. Spánverjar unnu seinni hálfleik 52-25 og leikinn 99-73. Ísraelar eiga þó hrós skilið fyrir góðan leik. Pau Gasol var stigahæstur Spánverja með 26 stig á aðeins 18 mínútum, Jose Calderon skoraði 15 stig. Hjá Ísraelum skoruðu þrír menn 15 stig, Lior Eliyahu, Meir Tapiro og Matan Naor.

Spánverjar enda því sem sigurvegarar í riðlinum, Rússar urðu í öðru sæti, Grikkir í því þriðja og Rússar í fjórða. Ísrael og Portúgal hafa lokið þátttöku.

[email protected]

Mynd: www.eurobasket2007.org

Fréttir
- Auglýsing -