spot_img
HomeFréttirEr serbneski landsliðsþjálfarinn á leið til Íslands?

Er serbneski landsliðsþjálfarinn á leið til Íslands?

14:00

{mosimage}

Lið Serba reið ekki feitum hesti á Evrópumótinu í körfuknattleik sem fram fer á Spáni. Liðið tapaði öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og komst þar af leiðandi ekki upp úr undanriðli sínum.

Zoran Slavnic þjálfari Serbanna lét þau ummæli falla í fjölmiðlum í heimalandinu fyrir keppnina að hann myndi flytja til Íslands næði landslið Serbíu ekki að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Kína á næsta ári. Zoran þessi var í liði Júgóslava sem vann sem leikmaður silfur á Ólympíuleikunum í Montreal 1976 og gull á leikunum í Moskvu 1980. Hann hefur því fengið smjörþefinn af því hvernig það er að taka þátt í Ólympíuleikum og löngun hans til að endurtaka leikinn sem þjálfari því eflaust verið til staðar.

En úti er ævintýri hjá karlinum og eina spurningin sem við hér á körfunni.is veltum fyrir okkur er sú, hvort að eitthvert íslenskt lið hafi sett í samband við karlinn og óskað eftir því að hann stæði við orð sín fyrir mótið. Eflaust er hann prýðisþjálfari þrátt fyrir allt.

kjons

Mynd: Elpais

Fréttir
- Auglýsing -