spot_img
HomeFréttirNBA: Philadelphia vilja framlengja samning Iguodala

NBA: Philadelphia vilja framlengja samning Iguodala

16:09

{mosimage}
(Andre er meira til lista lagt en að troða)

Philadelphia vill framlengja samning Andre Igoadala og þurfa þeir að gera það fyrir 31. október. Eftir það er liðum í NBA ekki heimilt að framlengja samninga við sína leikmenn.

,,Við höfum verið að tala saman,” sagði Billy King, forseti liðsins. ,,Við munum halda áfram að tala og vonandi ná við að komast áleiðis. Takmarkið er að komast að niðurstöður því við viljum halda Andre. Okkur finnst Andre vera stór hluti af þessu félagi, en samningaferlið tekur tíma.”


Ef samningar nást ekki verður Igoadala með lausan samning næsta sumar en verður þó háður takmörkun. Þær lýsa sér þannig að ef eitthvað lið býður í Igoadala þá hefur Philadelphia rétt til að jafna það boð og leikmaðurinn verður þá að framlengja samning sinn við Philadelphia.

Iguoadala er einn fjölhæfasti leikmaður NBA í dag og við brotthvarf Allen Iverson á miðju síðasta keppnistímabili varð hann að leiðtoga liðsins.

Hann var stigahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð með 18.2 stig í leik ásamt því að gefa 5.7 stoðsendingar og taka 5.7 fráköst. Hann tók þátt í undirbúningi Bandaríska landsliðsins fyrir Ameríkukeppnina sem lauk í síðasta mánuði.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -