12:38
{mosimage}
Pepu Hernandez þjálfari Spánverja
Í dag hefst alvaran á Evrópumótinu á Spáni þegar 8 liða úrslitin hefjast. Nú skiptir hver leikur máli upp á framhaldið og þá er það alls ekki þannig að liðin sem tapa í 8 liða úrslitum hafi ekki um neitt að keppa, því baráttan stendur einnig um sæti á Ólympíuleikunum í Peking að ári.
Fyrri leikur dagsins hefst klukkan 17:00 þegar Rússar og Frakkar mætast. Rússar hafa leikið mjög vel í mótinu og aðeins tapað gegn Spánverjum. Frakkar hafa siglt nokkuð lygnan sjó en voru skrefinu á eftir Litháum og Slóvenum í F riðlinum.
Seinni leikur dagsins er svo viðureign stóru nafnanna Pau Gasol og Dirk Nowitzki, Spánn og Þýskaland. Margir hlakka til að sjá viðureign þessarar miklu kappa inn í teignum en báðir eru miklir skorara og eru í tveimur efstu sætum Evrópukeppninnar yfir stigahæstu menn. Spánverjar hafa einnig hóp af öðrum mönnum sem gaman er að fylgjast með en Þjóðverjar líða fyrir þunnan hóp, það voru þó varamenn þeirra sem björguðu þeim gegn Ítölum í gær.
Mynd: www.zonabasket.es