06:00
{mosimage}
Don Nelson hefur staðið í samningakarpi við forráðamenn Golden State undanfarna mánuði og á tímabili var óvíst hvort hann yrði með liðið næsta vetur. Nú hefur Nelson dregið af allan vafa og segir að hann verði næsta vetur. Nelson hefur gert nýjan samning við Golden State sem veitir honum myndarlega launahækkun. Launin hækka úr $3.1 milljón í $5.1 milljónir.
Don Nelson gerði samning í ágúst 2006 til þriggja ára. Eftir frábært gengi síðasta árs vildi hann launahækkun og niðurstaðan varð sú að hann hækkaði um $2 milljónir milli ára en í staðinn mun félagið geta sagt upp samningnum einhliða næsta sumar ef þeir verða óánægðir með gamla karlinn.
Nelson náði frábærum árangri með liðið á síðasta tímabili og náði þeim frábæra árangri að ná 1.200 sigurleikjum sem þjálfari.
Sjá þetta einnig:
Nelson vann loksins sinn 1.200 leik