9:29
{mosimage}
Íranir fagna sæti á Ólympíuleikum
Samhliða keppninni á Evrópumótinu berjast liðin um sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. Einungis ein Evrópuþjóð hefur tryggt sér sæti þar en það eru Heimsmeistarar Spánverja.
En við skulum nú skýra hvernig baráttunni er háttað.
Tvær efstu þjóðirnar á EM komast á Ólympíuleika, ef Spánverjar eru í einu af tveimur efstu sætinum kemst þjóð númer þrjú á Ólympíuleika.
Næstu fjórar þjóðir fara svo í forkeppni sem verður haldin í júlí á næsta ári og þrjár efstu þjóðir hennar komast á Ólympíuleika. Það er því einungis ein þjóð af þeim átta sem eftir eru sem missir af möguleikanum að komast á Ólympíuleika.
Tólf þjóðir munu keppa í körfuknattleik karla á Ólympíuleikunum og nú þegar hafa heimamenn, Kínverjar tryggt sér sæti ásamt Spánverjum, Angola, Bandaríkjunum, Argentínu, Íran og Ástralíu. Sem fyrr segir koma svo tvær þjóðir frá Evrópumótinu og að lokum þrjár þjóðir úr forkeppninni.
Í forkeppninni verða 12 þjóðir og nú þegar hafa Kamerún, Grænhöfðaeyjar, Puerto Rico, Brasilía, Kanada, Líbanon, Suður Kóra og Nýja Sjáland tryggt sér sæti þar, fjórar síðustu þjóðirnar koma svo frá Evrópu.
Mynd: Getty Images