18:51
{mosimage}
Robert Archibald var stigahæstur Breta í dag
Finnland og Bretland unnu sér í dag sæti í A deild karla að ári en seinni leikir úrslitakeppninnar fóru fram í dag. Finnar verða því eina norðurlandaþjóðin í A deild að ári en Svíar og Danir féllu.
Finnar tóku á móti Rúmenum í dag í Vantaa í Finnlandi, Rúmenar unnu fyrri leik liðanna sem fór fram á miðvikudag í Rúmeníu, 83-76 svo Finnar urðu að vinna með átta stigum eða meira í kvöld. Þeir gerðu þó gott betur og sigruðu með 50 stigum, 111-61 og samanlagt 187-144. Petri Virtanen var stigahæstur Finna með 23 stig en alls skoruðu 6 leikmenn 10 stig eða fleiri fyrir Finna. Virgil Stanescu var stigahæstur Rúmena með 20 stig.
Bretar heimsóttu Svisslendinga einnig í dag og var sá leikur nánast formsatriði þar sem Bretar unnu fyrri leik liðanna 74-41 og þeir sigruðu einnig í dag, 89-78. Robert Archibald kom heitur af bekknum hjá Bretum í dag og skoraði 23 stig en Chicago Bullsleikmaðurinn Luol Deng skoraði 22 stig. Thabo Sefolosha, félagi Deng frá Bulls, lék best Svisslendinga, skoraði 17 stig og gaf 9 stoðsendingar.
Mynd: www.fibaeurope.com