20:01
{mosimage}
Íslenska kvennalandsliðið sigraði Íra 67-62 í kvöld í Dublin og endar þar með í þriðja sæti riðilsins í B deildinni en þetta er í fyrsta skipti sem kvennalandsiðið tekur þátt í Evrópukeppni.
Írsku stúlkurnar byrjðu betur í leiknum og leiddu m.a. 17-9 en þær íslensku náðu með góðri rispu að jafna 19-19 í upphafi fyrsta leikhluta og í hálfleik leiddi Ísland 35-29. Íslensku stúlkurnar héldu áfram að auka muninn í þriðja leikhluta og komust mest yfir 46-29 en þær írsku náði að klípa af þessum mun og í komust næst 63-60 en þær íslensku náðu að halda þetta út.
Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik og skoraði 33 stig og tók 14 fráköst, hitti úr 7 af 11 tveggja stiga skotum sínum, 2 af 5 þriggja og 13 af 17 vítum. Signý Hermannsdóttir var næststigahæst með 6 stig en hún tók einnig 8 fráköst. Hildur Sigurðardóttir 5 stig, Pálína Gunnlaugsdóttir 5, Unnur Tara Jónsdóttir 4, Sigrún Ámundadóttir 4, Margrét Kara Sturludóttir 3, Svava Stefánsdóttir 3, Ingibjörg Vilbergsdóttir 2, Bryndís Guðmundsdóttir 1 og Kristrún Sigurjónsdóttir 1. Petrúnella Skúladóttir var eina sem ekki skoraði en hún tók 1 frákast.
Mynd: www.karfan.is