21:26
{mosimage}
Njarðvíkingar héldu út fyrir landssteinana um helgina og tóku þátt í Herlev Cup í útjaðri Kaupmannahafnar og fóru með sigur af hólmi.
Sextán lið tóku þátt í mótinu, Njarðvík, þrjú dönsk úrvalsdeildarlið og tólf dönsk neðri deildar lið.
Njarðvík var í riðli með 1. deildarliðinum Høbas, Ålborg og Alba. Njarðvík tapaði fyrsta leiknum gegn Høbas með 2 stigum á föstudag en sigruðu svo Ålborg og Alba örugglega. Í dag léku þeir svo gegn Falcon í átta liða úrslitum og unnu örugglega. Í undanúrslitum mættu þeir svo úrvalsdeildarliðnu Næstved og unnu þá í jöfnum og spennandi leik 62-61.
Í úrslitum beið þeirra svo annað úrvalsdeildarlið, SISU og aftur var jafn og spennandi leikur og aftur vann Njarðvík með einu stigi 53-52 og tryggði Friðrik Stefánsson þeim sigurinn af vítalínunni.
Nánar má lesa um mótið á heimsíðum Herlev og Njarðvíkur
Mynd: www.vf.is