spot_img
HomeFréttirEM: Kirilenko valinn bestur

EM: Kirilenko valinn bestur

23:19

{mosimage}

Rússinn Andrei Kirilenko var kosinn mikilvægasti leikmaður Evrópumótsins að loknum úrslitaleik Rússa og Spánverja í dag. Kirilenko skoraði 18 stig að meðaltali í leik fyrir Evrópumeistarana og tók 8,6 fráköst.

Í stjörnuliði mótsins voru ásamt Kirilenko þeir Pau Gasol og Jose Calderon frá Spáni, Dirk Nowitzki frá Þýskalandi sem jafnframt var stigahæsti maður mótsins með 24 stig og að lokum Ramunas Siskauskas frá Litháen.

[email protected]

Mynd: www.eurobasket2007.org

Fréttir
- Auglýsing -