spot_img
HomeFréttirMakedónísk landsliðskona til Fjölnis

Makedónísk landsliðskona til Fjölnis

10:20

{mosimage}

(Dimitar er kominn til liðs við Stjörnuna og kærasta hans á leið í Grafarvoginn) 

Nýliðar Fjölnis í Iceland Express-deild kvenna hafa samið við makedóníska bakvörðinn Slavicu Dimovska um að spila með liðinu í vetur. Dimovska er 22 ára landsliðskona sem hefur spilað við góðan orðstír með Triglias í grísku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil. Triglias féll síðasta vor og Dimovska elti kærasta sinn til Íslands en hann er Dimitar Karadzovski, núverandi leikmaður Stjörnunnar.  

Dimovska var með 5,7 stig að meðaltali með Makedóníu í b-deild Evrópukeppninnar 2005 en hún vakti mikla athygli með sextán ára landsliðinu í Evrópukeppninni 2003 þegar hún skoraði 33 stig og gaf 6 stoðsendingar í leik gegn Úkraínu í milliriðli keppninnar.  

Dimovska er leikstjórnandi með gott þriggja stiga skot og mun örugglega hjálpa nýliðum Fjölnis að stíga sín fyrstu skref. Hún var fimmti stigahæsti leikmaður grísku deildarinnar í fyrra með 22,6 stig og var einnig í fjórða sæti í stoðsendingum. 

Fjölnir mun ekki tefla fram bandarískum leikmanni til að byrja með. Gréta María Grétars­dóttir mun þó spila með liðinu en hún hefur tekið sér frí undanfarin ár lék með liðinu seinni hluta síðasta veturs. 

Frétt úr Fréttablaðinu í dag – www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -