spot_img
HomeFréttirHefur þjálfað NBA- og WNBA meistara

Hefur þjálfað NBA- og WNBA meistara

9:00

{mosimage}

Paul Westhead gerði Phoenix Mercury að meisturum í kvennakörfuboltanum í Bandaríkjunum og hefur því bæði stýrt liðum til sigurs í NBA- og WNBA-deildinni.

Phoenix Mercury tryggði sér sinn fyrsta WNBA-titil með því að vinna oddaleikinn gegn meisturunum Detroit Shock. Phoenix lenti tvisvar undir í einvíginu en vann úrslitaleikinn af miklu öryggi, 108-92, eftir að hafa byrjað leikinn mjög vel.

Lið Mercury hefur vakið mikla athygli fyrir hraðan og villtan leik enda er liðið þjálfað af Paul Westhead sem leggur upp með að taka eins mörg skot og mögulegt er. Westhead varð þarna fyrsti þjálfarinn til að vinna titil í bæði NBA og WNBA en hann gerði Los Angeles Lakers að NBA-meisturum fyrir 27 árum síðan.

Það var einmitt þegar Magic Johnson vann titilinn á sínu fyrsta ári í deildinni. Besti leikmaður WNBA-úrslitanna í ár, Cappie Pondexter, er ekki búin að vera lengi í deildinni en þetta er hennar annað ár. Pondexter var með 26 stig og 10 stoðsendingar í lokaleiknum en hún er ásamt þeim Penny Taylor og Diönu Taurasi í algjöri lykilhlutverki í hinum hraða leik Mercury. Þær voru saman með 73 stig, 18 stoðsendingar og 13 fráköst í síðasta leiknum.

Paul Westhead játaði það að það væri erfitt að velja besta leikmanninn í sínu liði og nefndi sjálfur Kelly Miller. Miller kom einmitt til Íslands síðasta vetur með franska liðinu Montpellier sem mætti þá Haukum í Evrópukeppninni.

„Það er mjög erfitt að velja okkar besta leikmann. Ef þú myndir spyrja liðið mitt þá væri Kelly Miller valin mikilvægust. Hún er mótorinn í liðinu, keyrir upp hraðann og leyfir ekki liðinu að hægja á sínum leik," sagði Westhead sem kvartaði yfir því að fyrir 27 árum reyndi enginn leikmaður að sprauta yfir hann kampavíni en nú var það liggur við það eina sem var á dagskránni á sigurhátíðinni í leikslok

www.visir.is

 

Mynd: Getty Images

Fréttir
- Auglýsing -