11:14
{mosimage}
(Það er ekki tekið út með sældinni hjá Gordon að vera með djúpa vasa)
Ben Gordon, leikmaður Chicago Bulls í NBA deildinni, hefur stefnt fyrrum fjármálaráðgjöfum sínum fyrir okur og að hafa ólöglega fengið lánað 1 milljón $ af sínum peningum til að fjárfesta á fasteignamarkaði fyrir sjálfa sig án vitundar leikmannsins.
Gordon lét Larry Harmon & Associates í Kaliforníufylki sjá um fjármál sín árið 2004 en fyrirtækið rukkaði Gordon um 4000-6000 $ á mánuði fyrir fjármálaráðgjöfina.
Í maí 2006 lagði Larry Harmon það til við Gordon að breyta upprunalega samninginum milli fjármálafyrirtækisins og leikmannsins þar sem Gordon myndi greiða prósentur af heildarinkomu sinni í stað fastra mánaðarlegra greiðslna upp á 4000-6000 dollara.
Gordon samþykkti aldrei þessa breytingu og lýsti oft áhyggjum sínum með þessa uppástungu fjármálafyrirtækis Larry Harmon. Þegar Gordon svo rifti viðskiptum sínum við Larry Harmon & Associates kom það í ljós að fyrirtækið hafði verið að taka mánaðarlega 1,5% af heildarinnkomu leikmannsins.
Málið á eftir að fara fyrir rétt en allt bendir til þess að stjörnuleikmaðurinn Ben Gordon hafi verið tekinn nokkuð illa af fégráðugum aðilum og hefur því ákveðið að leita réttar síns.