7:30
{mosimage}
Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma eru á fullu að undirbúa sig fyrir átök vetrarins. Í gær léku þeir gegn AJ Milano og sigruðu 79-77 og skoraði Jón Arnór 4 stig.
Fyrr í vikunni léku þeir gegn spænska liðinu Gran Canaria og sigruðu 89-87 og var Jón Arnór með 7 stig í þeim leik.
Leikmannahópur Roma hefur breyst nokkuð í sumar en þeir hafa m.a. fengið til sín Danann Christian Drejer og hinn 36 ára gamla Gregor Fucka sem lék með Barcelona við góðan orðstír.
Mynd: www.virtusroma.it