spot_img
HomeFréttirValskonur með seiglusigur í Vodafonehöllinni

Valskonur með seiglusigur í Vodafonehöllinni

21:20

{mosimage}

 

(Signý var drjúg að vanda í frákastabaráttunni)

 

Valur komst í kvöld í aðra umferð Poweradebikarkeppni kvenna eftir 63-55 sigur á Hamri í Vodafonehöllinni í Reykjavík. Gestirnir úr Hveragerði leiddu lungann úr leiknum en sterkur endasprettur Valskvenna skilaði þeim áfram í næstu umferð. Signý Hermannsdóttir fór mikinn í liði Vals í kvöld og landaði góðri tvennu með 17 stig og 15 fráköst. Þá var hún einnig með 4 stoðsendingar og 4 varin skot.

 

Hamar leiddi í hálfleik 27-31 og að loknum 3. leikhluta var staðan 42-45 Hamri í vil eftir að Lakiste Barkus hafði gert flautukörfu úr sniðskoti fyrir Hamar. Valskonur komu grimmar til fjórða og síðasta leikhlutans og þegar 5 mínútur voru til leiksloka höfðu Valskonur náð 10 stiga forskoti 55-45.

 

Valskonur sátu fastar við sinn keip og hleyptu Hamri ekki nærri á síðustu mínútunum og uppskáru að lokum 63-55 seiglusigur á heimavelli.

 

Signý Hermannsdóttir var eins og áður greinir atkvæðamest í liði Vals með 17 stig, 15 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta en Tinna B. Sigmundsdóttir átti einnig ljómandi góðan dag í lið Vals og gerði 16 stig og tók 6 fráköst.

 

Hjá Hamri var Lakiste Barkus með 18 stig og 10 fráköst en Íris Ásgeirsdóttir kom henni næst með 12 stig og 10 fráköst.

 

Tölfræði leiksins

 

[email protected]

 

{mosimage}

 

(Barkus var stigahæst hjá Hamri í kvöld með 18 stig)

Fréttir
- Auglýsing -