spot_img
HomeFréttirEM kvenna: Riðlakeppni lýkur í kvöld

EM kvenna: Riðlakeppni lýkur í kvöld

9:47

{mosimage}

Anete Jekabsone-Zogota frá Lettlandi er stigahæst í mótinu 

 

Riðlakeppni Evrópumóts kvenna lýkur í dag og hafa nú þegar 11 lið tryggt sig áfram og því einungis eitt laust sæti eftir en það ræðst af úrslitum leiks Tyrklands og Ísrael hvort liðið fær það.

Það er þó ekki svo að leikir dagsins séu tilgangslausir, mikilvægt er að enda ofarlega í eigin riðli til að fá þægilegri leikjaniðurröðun í milliriðli. Eins taka liðin stigin úr innbyrðisviðureignum með sér. 

En það er orðið ljóst að Rúmenía, Grikkland og Króatía fara heim eftir daginn í dag. 

Leikir dagsins eru:

Ítalía – Frakkland

Belgía – Rúmenía

Grikkland – Rússland

Hvíta Rússland – Serbía

Ísrael – Tyrkland

Þýskaland – Litháen

Króatía – Spánn

Lettland – Tékkland 

[email protected]

Mynd: www.fibaeurope.com

Fréttir
- Auglýsing -