15:11
{mosimage}
Baron Davis leikmaður Golden State vill að félagið geri við sig nýjan samning til fimm ára og vill að það gerist strax. Davis á tvö ár eftir af samningi sínum en er með ákvæði í honum að hann geti fengið sig lausan næsta sumar. Ósk Davis er að vera áfram í Kaliforníu en aðeins fyrir rétta upphæð. Davis sem er 28 ára ólst upp í South Central í Los Angeles og lék í tvö ár með UCLA-háskólanum.
Davis mun fá $17.8 milljónir næstu tvö árin og ef hann yfirgefur félagið næsta sumar mun hann missa stóran hluta af þeirri upphæð en Davis er að ekki að leita eftir sambærilegum samning heldur vill hann fá stóran samning.
,,Það hefur ekki verið mikið talað saman. En á næstu dögum mun ég ákveða hvort ég semji upp á nýtt eða spili út árið og fái mig svo lausan næsta sumar,” sagði Davis og hélt áfram ,,Ég veit hvar ég vil vera. Ég veit hvað ég vil gera. Ég verð bara að sjá hvort liðið sem ég er að spila fyrir vilji hafa mig. Vonandi kemst ég að því fljótlega.”
Baron Davis er í sínu besta formi í mörg ár og hefur ekki verið svona léttur síðan hann var nýliði og er mjög ánægður með það. ,,Ég er að undirbúa fyrir mig undirbúningstímabilið. Ég er undir 96 kílóum og hef ekki verið svona léttur lengi. Þetta hefur ekki verið svona síðan ég var nýliði. Mér líður mjög vel.”
Hann var einn mikilvægasti leikmaður liðsins á síðasta tímabili og skoraði 20.1 stig og gaf 8.1 stoðsendingu í fyrra og jók stigaskorið sitt í 25.3 stig í úrslitakeppninni. Ástæða þess að forráðamenn Golden State hugsi sig tvisvar um áður en þeir gera við hann nýjan samning er að Davis hefur átt við meiðsli að stríða undanfarin ár og missti af 47 leikjum með Golden State á síðustu tveimur árum og 130 á síðustu fimm.