21:44
{mosimage}
(Jón Ólafur rífur niður frákast fyrir Snæfellinga)
Snæfellingar hafa yfir 36-44 gegn Njarðvíkingum þegar flautað er til hálfleiks í leik liðanna í undanúrslitum Poweradebikars karla í Laugardalshöll.
Varnir liðanna hafa verið miður góðar og þá sér í lagi vörn Njarðvíkinga. Snæfellingar eru duglegir að sæta lagi og hafa oft og tíðum verið að skora auðveldar körfur. Óhætt er að segja að nokkur haustbragur sé á liðunum.
Í liði Snæfellinga í hálfleik er Sigurður Þorvaldsson stigahæstur með 12 stig en hjá Njarðvík er Brenton Birmingham með 10 stig.
Nánar um leikinn síðar…