8:31
{mosimage}
Diana Taurasi átti góðan leik fyrir Bandaríkin
Brasilía og Bandaríkin halda sigurgöngunni áfram á Ameríkumóti kvenna og eru komin áfram í undanúrslit ásamt Kúbu. Í dag ræðst svo hvort Chile eða Argentína fylgir með.
Bandarísku stúlkurnar sigruðu Jamaica 115-47 í nótt þar sem Diana Taurasi leikmaður Phoenix Mercury átti mjög góðan leik fyrir Bandaríkin og skoraði 12 stig en Tina Thompson var stigahæst með 18 stig. Simone Ann-Marie Edwards skoraði 18 stig fyrir Jamaica.
Í hinum leik B riðils vann Kúba Kanada 75-52 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum.
Í A riðli vann Brasilía Chile 104-60 og Argentína vann Mexíkó 90-52.
Það er því ljóst að í undanúrslitum mætast annars vegar Brasilía og Kúba, liðin sem hafa leikið til úrslita á síðustu fjórum mótum. Hins vegar mætast Bandaríkin og sigurvegarinn úr viðureign Chile og Argentínu en þau mætast í dag.
Mynd: www.insiders.com