21:01
{mosimage}
(Kristrún Sigurjónsdóttir var með 19 stig)
Haukar lögðu Val að velli 70-47 í undanúrslitum Poweradebikarkeppni kvenna. Leikurinn var spennandi og jafn í fyrri hálfleik en í þeim seinni stungu Haukar af og unnu með 23 stigum. Stigahæst hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir með 19 og hjá Val var Stella Kristjánsdóttir með 15 stig.
Í upphafi leiks voru það Valsstelpur sem voru sterkari og spiluðu þær góða vörn. Haukastelpur áttu erfitt uppdráttar og skotin þeirra vildu ekki ofaní. Valur leiddi um tíma 8-14. Haukar náðu að minnka og jafna leikhlutann áður en hann var allur. Kristrún Sigurjónsdóttir jafnaði leikinn með vítaskotum og staðan var jöfn eftir leikhlutann 14-14.
Bára Hálfdanardóttir skoraði fyrstu körfu annars leikhluta og kom Haukum yfir, 16-14. Jafnt var með liðunum út leikhlutann og hvorugt liðið náði almennilegu forskoti. Signý Hermannsdóttir kom Val yfir með góðri körfu, 25-27. Haukar skoruðu næstu átta stig hálfleiksins og leiddu 33-27 þegar leikurinn var hálfnaður.
{mosimage}
(Berglind Ingvarsdóttir)
Í þeim seinni voru Haukar öflugri á öllum sviðum leiksins og juku muninn jafnt og þétt en sigur þeirra var kannski helst of stór. Liðið náði að auka muninn svona mikið í endann en leiddu mest allan hálfleikinn með 10 stigum.
Stigahæst hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir með 19 stig, 6 fráköst og 6 stolna bolta og Telma B. Fjalarsdóttir var með tvennu, 10 stig og 11 fráköst.
Hjá Val var Signý Hermannsdóttir allt í öllu og var hún nálægt þrennunni. Hún skoraði 11 stig, tók 16 fráköst, varði 9 skot og stal 5 boltum. Stella Kristjánsdóttir var stigahæst með 15 stig.
myndir og frétt: [email protected]