23:05
{mosimage}
(Bryndís var með stórleik í kvöld og skoraði 35 stig)
Það verða Haukar og Keflavík sem mætast í úrslitum á sunnudag í Poweradebikarkeppni kvenna. Keflavík vann öruggan sigur á Grindvíkingum í kvöld 92-59 þar sem Keflavíkurstúlkur voru einu númeri of stórar fyrir þær gulu.
Fyrsti leikhluti var mjög jafn þó að Keflavík væri ávallt skrefinu á undan og endaði hann 18-10 fyrir Keflavík. Í öðrum leikhluti náði Keflavíkingar góðu forskoti og höfðu um tíma 13 stiga forskot. Grindavík minnkaði muninn þegar leið á leikhlutann og munaði aðeins 4 stigum, 32-28 þegar fjórar mínútur voru eftir. Þá var komið að Keshu Watson en hún skoraði næstu átta stig Keflvíkinga og höfðu þær 10 stiga forystu í hálfleik 40-30.
Seinni hálfleikur var aðeins formsatriði og juku Keflvíkingar muninn jafnt og þétt og var hann mestur í endann eða 33 stig, 92-59.
{mosimage}
(Joanna Skipa var með 26 stig)
Bryndís Guðmundsdóttir átti góðan leik fyrir Keflavík og skoraði 35 stig og fjórum sinnum skoraði hún og fékk víti að auki. Kesha Watson var sterk og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en hún skoraði 16 stig öll í þeim fyrri.
Hjá Grindavík var Joanna Skipa allt í öllu og skoraði hún 26 stig.
Úrslitaleikurinn er á sunnudag og hefst hann kl. 14:00 í Höllinni.
VF-mynd: Stefán Þór Borgþórsson – [email protected] – Bryndís Guðmundsdóttir var óstöðvandi í leiknum.
www.vf.is