18:23
{mosimage}
Logi með boltann í leik með Gijon á heimavelli fyrir framan fulla höll, 6000 manns
Logi Gunnarsson og félagar í Farho Gijon heimsóttu í gærkvöldi Alimentos de Palencia í spænsku LEB Platinum deildinni og fóru með sigur af hólmi 82-79 eftir jafnar og spennandi lokamínútur.
Í síðustu sókn Gijon þegar staðan var jöfn og 20 sekúndur eftir lagði þjálfarinn upp að Logi fengi „pick and roll“ á toppnum og færi að körfunni. Brotið var á Loga og hann hitti úr öðru vítinu og svo unnu þeir með 3 eftir að heimamenn fóru að brjóta meira. Logi skoraði 6 stig í leiknum á 25 mínútum en gekk illa að hitta, hitti úr 2 af 12 skotum sínum utan af velli en átti góðan leik í vörninni.
CB Huelva tók á móti Union Baloncesto la Palma í gær og sigraði örugglega 84-60 eftir að hafa leitt 51-28 í hálfleik. Damon Johnson var stigahæstur Huelva manna með 15 stig þrátt fyrir að vera ekki í byrjunarliði. Pavel Ermolinskij var ekki með þar sem hann var á sjúkrahúsi eins og karfan.is greindi frá fyrr í dag.
Mynd: Logi Gunnarsson