19:36
{mosimage}
Mike Wiatre átti góðan leik fyrir Tindastól
Tindastóll lék í [gær]kvöld við Þór æfingaleik á heimavelli. Eftir að Stólarnir byrjuðu betur og náðu meðal annars 13 stiga forskoti í fyrsta leikhluta, jafnaðist leikurinn í 2. leikhluta og Þórsarar komu til baka fyrir hlé og staðan í hálfleik var 46-45. Þór komst yfir eftir hlé, en munurinn varð aldrei mikill. Þeir leiddu með einu stigi fyrir loka fjórðunginn.
Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka var staðan 75-74 og bæði lið komin með bónus. Stólarnir skoruðu þá úr fjórum vítaskotum í röð og náðu 5 stiga forskoti. Magnús setti þá niður tveggja stiga körfu fyrir Þór og fékk eitt víti að auki sem hann nýtti. Mike Wiatre nýjasti erlendi leikmaður Tindastóls kláraði svo leikinn með tveimur stigum og Þór náði ekki að minnka muninn þrátt fyrir nokkrar tilraunir í lokin. Lokatölur 81-77.
Stigaskor Tindastóls: Donald Brown 19 stig, Mike Wiatre 18 stig, Halldór Halldórsson 12 stig, Marcin Konarzewski 10 stig, Serge Poppe 9 stig, Helgi Rafn Viggósson 9 stig, Kristinn Friðriksson 3 stig, Ísak Einarsson 1 stig. Fráköst: Marcin 10, Ísak 8 og Donald 8. Mike Wiatre var síðan með 9 stoðsendingar.
Stig Þórs: Magnús 22 stig, Luka 18 stig, Óðinn 15 stig, Baldur 6 stig, Bjarni 5 stig, Jón Orri 5 stig, Þorsteinn 4 stig, Birkir 2 stig. Flest fráköst Óðinn 15 og Magnús 8. Myndir frá leiknum eru hér: http://www.tindastoll.is/index.php?pid=1517
Mynd: www.tindastoll.is