6:11
{mosimage}
Úr leik Kúbu og Bandaríkjanna í riðlakeppninni
Það verða Bandaríkin og Kúba sem leika til úrslita á Ameríkumóti kvenna sem fram fer í Chile. Liðin áttust við í fyrsta leik riðlakeppninnar og þá sigruðu Bandaríkjamenn 85-79 svo nú hafa Ameríkumeistararnir tækifæri á að hefna.
Kúba lagði Brasilíu í undanúrslitum í nótt 69-67 en þessi lið hafa leikið til úrslita á síðustu fjórum mótum. Yakelin Plutin Tizon var stigahæst Kúbustúlkna með 28 stig en stigahæsti leikmaður mótsins, Iziane Castro Marques, var stigahæst Brasilíustúlkna með 16 stig.
Í hinum undanúrslitaleik mótsins sigruðu Bandaríkjastúlkur þær argentínsku örugglega 104-53. Rebekkah Brunson skoraði mest fyrir Bandaríkin eða 20 stig sem og Mariana Andrea sem skoraði mest fyrir Argentínu.
Í leik um 7. sætið mætast Mexíkó og Jamaica og í leik um 5. sætið mætast heimastúlkur frá Chile og Kanada.
Leikirnir fara fram í dag.
Mynd: www.fibaamerica.com